Hvað er Elimination Communciation / Bleyjulaust uppeldi ?
Share
Eliminaton Communication (EC) / Bleyjulaust uppeldi er náttúruleg og virðingarrík leið þar sem foreldrar/umönnunaraðilar lesa í tjáningu og takt barna sinna og bjóða þeim á koppinn þegar þau þurfa að gera þarfir sínar.
Börn eru fædd með þá eðlishvöt að vilja ekki óhreinka sig og sýna merki um það (allt frá fæðingu) þegar þeim er mál.
Með því að stunda bleyjulaust uppeldi (EC) hjálpum við ungabörnum að gera þarfir sínar á viðeigandi stað (kopp/klósett/vask) í stað þess að þurfa að reiða sig á bleyjuna sem klósett. Bleyjur eru þó oftast notaðar með en einungis ,,til vara" eða sem ,,back-up".
EC/Bleyjulaust uppeldi er stundað víða um heim og var gert áður en bleyjur urðu til.
