Kostirnir við EC / Bleyjulaust uppeldi

 

Afhverju að stunda EC / Bleyjulaust uppeldi? Hér eru nokkrir kostir þess:

  1. Tengslamyndun: Elimination communication (EC) býður uppá enn dýpri tengingu við börn. Við lærum á þeirra tjáningu og samskipti og bregðumst við. Með því að bjóða barninu á koppinn virðum við grunnþarfir þess, byggir traust og eigum nánar stundir saman.
  2. Betra fyrir umhverfið: Með því að bjóða barninu á koppinn í stað þess að reiða sig eingöngu á bleyjur fækkar þú bleyjum sem barnið notar og hefur jákvæð áhrif á umhverfið. Með því að stunda EC er bleyjan bara notuð til vara og því er hægt að nota sömu bleyjuna aftur og aftur ef hún er hrein.
  3. Peningasparnaður: Með því að nota færri bleyjur sparar þú pening. Og minni þvottur fyrir þá sem nota taubleyjur.
  4. Útskýrir óróleika barnsins: Eitt af merkjum þess að barn þurfi á koppinn er að það verður órólegt. Prófaðu á bjóða því á koppinn, það getur oft leyst vandann.
  5. Viðheldur eðlishvöt barnsins: Börn fæðast með þá eðlishvöt að vilja ekki óhreinka sig. Með elimination communication fylgjum við náttúrulegri eðlishvöt barnsins. Hins vegar, ef barn “lærir” að pissa og kúka alltaf í bleyju þarf það síðar meir að aflæra það og byrja að nota koppinn. Það er ruglandi fyrir barnið og gerir koppaþjálfun ennþá erfiðari.
  6. Hætta yfirleitt fyrr með bleyju: Með elimination communication hætta börn yfirleitt fyrr með bleyju (almennt 12-18 mánaða) heldur en börn sem fara í gegnum hefðbundna koppaþjálfun (almennt 2-3 ára).
  7. Yfirleitt engar kúkableyjur: Fjölskyldur sem gera elimination communication þurfa nánast aldrei að skipta á kúkableyjum. Engar fleiri kúkasprengjur upp á bak.
  8. Hjálpar brjóstagjöf: Börn fara oft af bróstinu þegar þeim er mál. Ýmindaðu þér hvað það er óþægilegt að drekka þegar þú þarft að pissa. Börnum finnst það líka.
  9. Bætir svefn: Börn geta átt erfitt með að sofna ef þau þeim er mál og geta vaknað fyrr úr lúr.
  10. Meira hreinlæti: Þegar barn gerir þarfir sínar í koppinn frekar en í bleyju er bossasvæðið alltaf svo hreint. 
  11. Færri brunasár: Með því að bjóða barninu á koppinn og leyfa því að vera bleyjulaust af og til er hægt að forðast brunasár á bossasvæðinu. Þannig situr barnið ekki lengi í rakri eða óhreinni bleyju semg getur myndað brunasár.
  12. Virðingarríkt: Með því að stunda EC / bleyjulaust uppeldi virðum við eitt af grunnþörfum barnsins og meðfædda eðlishvöt þess að vilja halda sér hreinu. Foreldrar fylgjast með, hlusta og bregðast við.
  13. Minni lykt: Það er minni lykt þegar piss og kúkur fer beint í koppinn/klósettið heldur en í bleyju.
  14. Hjálpar gegn hægðartregðu: Börn eiga erfiðara með að kúka og rembast meira þegar þau liggja í láréttri stöðu. Þegar við höldum á barni yfir koppnum/vaski/klósetti er eins og barnið sé í djúpri hnébeygju og þá er auðveldara fyrir það að kúka.
  15. Sparar tíma: EC hljómar tímafrekt, en það er í raun fljótlegra þegar allt fer í koppinn heldur en að skipta um bleyju með hægðum í og þrífa það allt af barninu. Til lengri tíma litið er það líka tímasparnaður ef barnið hættir fyrr með bleyju, jafnvel 1-2 árum fyrr heldur en almenn koppaþjálfun.
Back to blog